Hvað er John Clease að auglýsa?

Ég hef verið að velta fyrir mér afhverju Kaupþing sé eiginlega með daglegar auglýsingar í blöðum og sjónvarpi.
Ekki eru þeir að auglýsa þjónustu því ekkert í auglýsingum þeirra segir til um hvað þeir í rauninni gera annað en að heita Kaupþing. Jújú þeir skiptu um nafn um daginn og eðlilegt að þeir vilji láta fólk vita af því.
En við vitum það við komust ekki hjá því ekki vegna auglýsinganna heldur vegna þess að þessi ágæti banki er á forsíðu blaðanna hvern einasta dag. Og það sem meira er að á forsíðum blaðana kemur fram hvers konar fyrirtæki um er að ræða. Sú einfalda Evruspennutreyja sem bankinn neitar að tala um á eftir að halda þeim á forsíðunni um nokkur tíma. Spennitreyjan verður ekki kennd við neinn annan banka heldur en Kaupþing og þar með hefur nafnið verið stimplað inn í hausinn á íslensku þjóðinni sem veit ekki hvað verður um krónunu sína.
Það var algjör óþarfi að fljúga til Hollywood, heilsíðurnar í morgunfréttablöðunum eru sóun á bleki, hvað verður um krónuna þegar KAUPÞING gerir grein fyrir uppgjörsmynt sinni.
Megi Búnaðarbankinn lengi lifa

Þar með hefst það

Ég er orðin miðill réttara sagt fjölmiðill.
Verð að láta þá hjá Sálrannsóknarfélaginu vita.

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband