Hægt andlát lýðræðisins

Senn líður að kosningum og loforðafroðan er hafin, búið er að gengisfella lánstraust ríkisins, því ljóst er að nú skal eytt meira en nokkru sinni fyrr. Annars tókum við borgaranir ráðin í okkar eigin hendur og kenndum ríkjandi herrum og frúm hvernig á að eyða. Við keyptum fleiri og dýrari gjafir en nokkrus sinni fyrr meira vín og meiri mat fyrir hátiðirnar og til þess að sína ríkisstjórninni hvar Davíð keypti ölið kveiktum við í enn fleiri og dýrari flugeldum. Við eigum svo sannarlega skilið á fá þá ríkisttjórn sem við kjósum yfir okkur. En það eru ekki loforðin sem eru verst við þær kostningar sem framundan eru, heldur eru það valkostirnir. Mig langar ekki til að velja flokk ég vil velja fólk, en til þess að ég geti það þarf ég að ganga í alla stjórnmálaflokka landsins. Þeir eru svosem ekki svo margir að það sé ógerlegt. Í vor mun ég sem sagt enn og aftur standa frammi fyrir þeim kosti að velja þá flokka sem ég vil ekki kjósa og spreða svo atkvæði mínu á þann flokk sem eftir situr.

Að mínu viti eru einstaklingar í öllum flokkum sem ég treysti til að sinna löggjöf og framkvæmd, og að sama skapi eru í þessum flokkum einstaklingar sem ég treysti ekki fyrir heimilissorpinu.
Lýðræðið eins og við þekkjum það í dag er að þrotum komið líkt og höfðingjaveldi og konungsveldi fortíðarinnar. Nær væri að kalla það Flokksræði, því að það eru hagsmunir flokksins sem ganga fyrir hagsmunum heildarinnar.
Sagan hefur kennt okkur að þegar hagsmunir valdhafa og þeirra sem í valdið þyrstir eru orðnir hagsmunum heildarinnar yfirsterkari er stutt í breytingar. Orðið stutt er hér í sögulegum skilningi því ljóst er að þeir sem mesta hagsmunina hafa af því að viðhalda núverandi kerfi sitja við völdin.

Þess eru þó greinileg merki að flokkræðið er að gagna sér til húðar. Stuðningur við flokkanna líkist æ meir stuðningi við íþróttalið þar sem meira máli skiptir hver vinnur heldur en afleiðingar sigursins.
Almenningur skiptist í fylkingar og heldur með sínum flokki líkt og með einhverju liði í ensku knattspyrnunni. Alið er á ótta við andstæðingin svo að hinn almenni kjósandi geri sem minnst í því að mynda sér sjálfstæðaskoðun. Fyrir vikið minkar þátttaka almennings í kosningum og almennur áhugi á velferð og hagsmunum þjóðarinnar. Þannig minkar einnig innra starf flokkanna og þeir sem áttu að standa vörð um bandalagið eru eru hættir að taka þátt og sestir á áhorfendapallan bíðandi eftir að leikurinn hefjist.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband