Hvaða metnað og skyldur?

Hæstfirt Valgerður orðar þetta sem svo: "En við höfum að sjálfsögðu bæði skyldur og metnað á þessu sviði þannig að einhverja peninga mun það kosta." Ég veit ekki til þess að nokkur íslendingur hafi sýnt nokkurn metnað til þess að hafa her á landinu. Metnaður okkar hefur ávalt verið að vera herlaus þjóð og því laus við allar skyldur sem fylgja slíku brölti. Hersetan á Íslandi hefur fyrst og fremst snúist um atvinnu og peninga en bónusinn þar til herinn fór voru björgunnarþyrlur sem við gátum gripið til þega á þurfti að halda. Það væri æskilegt að framkæmi í þessu hernaðarátaki ríkisstjórnarinnar hverjir óvinir Íslendinga eru sem við þurfum að verjast. Eru þetta grænfriðungar er Falum Gong, sem hótað hafa að ráðast inn í landið og ræna Ólafi og Dorrit.
mbl.is Íslendingar kosta meiru til varna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband