Færsluflokkur: Bloggar

Þegar stofnanir og fyrirtæki skrifa sín lög.

Þetta er ekkert einsdæmi í Ríkisgeiranum. Sérstaklega á þetta við um stofnanir sem í krafti sérhæfingar sinnar skrifa lög um eigin starfsemi fyrir ráðuneyti og fá þau síðan til umsagnar. Þannig skaffa þau sér aukin verkefni og aukin hlut af fjárlögum.

Er nema von að "Ríkið" hafi þanist út á síðust árum.



mbl.is Mótmæla skotveiðitakmörkunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

53% vilja samþykkja þau skv. sömu könnun

Þetta er afar villandi fyrirsögn því hið rétta er að 67% vilja að ríkisstjórnin felli lögin úr gildi og nái betri samningum eins og fram kemur þegar fréttin er lesin nánar. Í sömu könnun var spurt hvernig fólk myndi greiða atkvæði og þá kom í ljós að 53% prósent myndu samþykkja samningin. (sjá ruv.is) Könnunin sýnir því að ekki aðeins að þjóðin sé klofin í afstöðu sinni heldur þegnarnir líka. Þessi misvísandi niðurstöður innan könnunarinnar er áhugaverður, en einhverra hluta vegna kýs blaðamaður ekki að velta því fyrir sér. Það er smjörþefur af þessu.
mbl.is 67% vilja fella Icesave-lögin úr gildi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Byrjað á röngum enda.

Er ekki verið að hengja bakara fyrir smið með þessari kröfu.  Davið er ekki rót vandans heldur er staða hans sem seðlabankastjóra afleiðing meingallaðs kerfis. Lögum heldur kerfið sem gerir ráð fyrir að hver sá sem setið hefur á þingi hafi tryggt sæti einhverstaðar innan ríkisbáknsins, þegar vinsældirnar dala.
mbl.is Krefjast þess að Davíð víki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gafst maðurinn upp á bílunum?

Undarlegt hvað fólk í útlöndum virðist gefast upp á vinnunni. Uppgjafar hermenn bifvélavirkjar og sölumenn.  Annað en við íslendingar sem gefumst ekki upp á vinnnu okkar heldur hættum af öðrum sökum.
mbl.is 71 árs karl ófrískur?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Virðing

Nú er býflugnabóndinn frá Nýja Sjálandi farinn yfir móðuna miklu. Maður sem við megum líta upp til fyrir þrautsegju og orðheldni. Því enn þann dag í dag vitum við ekki hvor var fyrstur á tindinn bóndinn eða sherpinn.
mbl.is Edmund Hillary látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða metnað og skyldur?

Hæstfirt Valgerður orðar þetta sem svo: "En við höfum að sjálfsögðu bæði skyldur og metnað á þessu sviði þannig að einhverja peninga mun það kosta." Ég veit ekki til þess að nokkur íslendingur hafi sýnt nokkurn metnað til þess að hafa her á landinu. Metnaður okkar hefur ávalt verið að vera herlaus þjóð og því laus við allar skyldur sem fylgja slíku brölti. Hersetan á Íslandi hefur fyrst og fremst snúist um atvinnu og peninga en bónusinn þar til herinn fór voru björgunnarþyrlur sem við gátum gripið til þega á þurfti að halda. Það væri æskilegt að framkæmi í þessu hernaðarátaki ríkisstjórnarinnar hverjir óvinir Íslendinga eru sem við þurfum að verjast. Eru þetta grænfriðungar er Falum Gong, sem hótað hafa að ráðast inn í landið og ræna Ólafi og Dorrit.
mbl.is Íslendingar kosta meiru til varna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tækifæri til að bæta og laga

Það eru engum gleði efni þegar munir eða hús sem eru hluti af sögu lands og þjóðar skemmast og eyðileggjast.
En þá það gerist að hlutirnir hverfa úr augsýn okkar þá munu þeir samt vera hluti af sögu okkar og því varðveitast þannig. Það er engin leið til að endurreisa sögu þessarra húsa sem brunnin eru við Lækjartorg. Það munu aldrei verða nema ódýrar eftirlíkingar þessarra húsa, sem í raun voru löngu búin að tapa sögulegu verðmæti sínu í hug bæjarbúa. Það er því röng hugsun og skinhelg að ætla að endurreisa þessi hús sem nú eru horfinn. Nú er lag til að færa miðbæjinn til betri vegar þar sem Lækjartorg og Austurstræti verða endurskipulögð. Miðbærinn hefur verið deyjandi svæði dagverslun er þar í lágmarki helst er að finna þar veitingahúsa af öllum gerðum. Nú hefur losnað nokkuð um lóðir og því tilvalið að skipuleggja svæðið með tilliti til aukins miðbæjarlífs. Það er ekki svo að skilja að hús þessi hafi verið fyrir miðbæjarlífinum heldur skapast tækifæri með hvarfi þeirra til að betrum bæta gamlan miðbæ sem myndaðist af allt öðrum kröfum heldur en við gerum til miðbæja í dag. Ég von því svo sannarlega að þeir sem völdin hafa horfi nú fram á veginn en ekki um öxl þegar kemur að framtíð miðbæjarins.
mbl.is Slökkvistarfi lokið að mestu og hreinsunarstörf hafin í miðborginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tími til að sauma

Tölur voru greinlega bannaðar hjá Saddam og ber því að fagna að lýðræðið hafi loksins sigrað franska rennilásinn.

mbl.is Ísland veitir 100 þúsund dölum til íraskra flóttamanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrst Ríkið fer ekki að lögum hvers vegna við hin?

Ég geri mér ekki grein fyrir því hvort síminn hafi verið í ríkiseign þegar samráðið átti sér stað en ljóst er að Landsvirkjun var og er enn opinbert fyrirtæki í eign þjóðarinnar og því rikiseign.
Líkt og með öll svona mál veltir maður því fyrir sér hversu oft og hversu víða samráð hafa verið viðhöfð.
Hversu mörg fyrirtæki og dótturfélög hafa farið á gjafprís til vina og kunningja ?


mbl.is Síminn og Landsvirkjun viðurkenna brot á samkeppnislögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hægt andlát lýðræðisins

Senn líður að kosningum og loforðafroðan er hafin, búið er að gengisfella lánstraust ríkisins, því ljóst er að nú skal eytt meira en nokkru sinni fyrr. Annars tókum við borgaranir ráðin í okkar eigin hendur og kenndum ríkjandi herrum og frúm hvernig á að eyða. Við keyptum fleiri og dýrari gjafir en nokkrus sinni fyrr meira vín og meiri mat fyrir hátiðirnar og til þess að sína ríkisstjórninni hvar Davíð keypti ölið kveiktum við í enn fleiri og dýrari flugeldum. Við eigum svo sannarlega skilið á fá þá ríkisttjórn sem við kjósum yfir okkur. En það eru ekki loforðin sem eru verst við þær kostningar sem framundan eru, heldur eru það valkostirnir. Mig langar ekki til að velja flokk ég vil velja fólk, en til þess að ég geti það þarf ég að ganga í alla stjórnmálaflokka landsins. Þeir eru svosem ekki svo margir að það sé ógerlegt. Í vor mun ég sem sagt enn og aftur standa frammi fyrir þeim kosti að velja þá flokka sem ég vil ekki kjósa og spreða svo atkvæði mínu á þann flokk sem eftir situr.

Að mínu viti eru einstaklingar í öllum flokkum sem ég treysti til að sinna löggjöf og framkvæmd, og að sama skapi eru í þessum flokkum einstaklingar sem ég treysti ekki fyrir heimilissorpinu.
Lýðræðið eins og við þekkjum það í dag er að þrotum komið líkt og höfðingjaveldi og konungsveldi fortíðarinnar. Nær væri að kalla það Flokksræði, því að það eru hagsmunir flokksins sem ganga fyrir hagsmunum heildarinnar.
Sagan hefur kennt okkur að þegar hagsmunir valdhafa og þeirra sem í valdið þyrstir eru orðnir hagsmunum heildarinnar yfirsterkari er stutt í breytingar. Orðið stutt er hér í sögulegum skilningi því ljóst er að þeir sem mesta hagsmunina hafa af því að viðhalda núverandi kerfi sitja við völdin.

Þess eru þó greinileg merki að flokkræðið er að gagna sér til húðar. Stuðningur við flokkanna líkist æ meir stuðningi við íþróttalið þar sem meira máli skiptir hver vinnur heldur en afleiðingar sigursins.
Almenningur skiptist í fylkingar og heldur með sínum flokki líkt og með einhverju liði í ensku knattspyrnunni. Alið er á ótta við andstæðingin svo að hinn almenni kjósandi geri sem minnst í því að mynda sér sjálfstæðaskoðun. Fyrir vikið minkar þátttaka almennings í kosningum og almennur áhugi á velferð og hagsmunum þjóðarinnar. Þannig minkar einnig innra starf flokkanna og þeir sem áttu að standa vörð um bandalagið eru eru hættir að taka þátt og sestir á áhorfendapallan bíðandi eftir að leikurinn hefjist.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband