18.4.2007 | 23:25
Tækifæri til að bæta og laga
Það eru engum gleði efni þegar munir eða hús sem eru hluti af sögu lands og þjóðar skemmast og eyðileggjast.
En þá það gerist að hlutirnir hverfa úr augsýn okkar þá munu þeir samt vera hluti af sögu okkar og því varðveitast þannig. Það er engin leið til að endurreisa sögu þessarra húsa sem brunnin eru við Lækjartorg. Það munu aldrei verða nema ódýrar eftirlíkingar þessarra húsa, sem í raun voru löngu búin að tapa sögulegu verðmæti sínu í hug bæjarbúa. Það er því röng hugsun og skinhelg að ætla að endurreisa þessi hús sem nú eru horfinn. Nú er lag til að færa miðbæjinn til betri vegar þar sem Lækjartorg og Austurstræti verða endurskipulögð. Miðbærinn hefur verið deyjandi svæði dagverslun er þar í lágmarki helst er að finna þar veitingahúsa af öllum gerðum. Nú hefur losnað nokkuð um lóðir og því tilvalið að skipuleggja svæðið með tilliti til aukins miðbæjarlífs. Það er ekki svo að skilja að hús þessi hafi verið fyrir miðbæjarlífinum heldur skapast tækifæri með hvarfi þeirra til að betrum bæta gamlan miðbæ sem myndaðist af allt öðrum kröfum heldur en við gerum til miðbæja í dag. Ég von því svo sannarlega að þeir sem völdin hafa horfi nú fram á veginn en ekki um öxl þegar kemur að framtíð miðbæjarins.
En þá það gerist að hlutirnir hverfa úr augsýn okkar þá munu þeir samt vera hluti af sögu okkar og því varðveitast þannig. Það er engin leið til að endurreisa sögu þessarra húsa sem brunnin eru við Lækjartorg. Það munu aldrei verða nema ódýrar eftirlíkingar þessarra húsa, sem í raun voru löngu búin að tapa sögulegu verðmæti sínu í hug bæjarbúa. Það er því röng hugsun og skinhelg að ætla að endurreisa þessi hús sem nú eru horfinn. Nú er lag til að færa miðbæjinn til betri vegar þar sem Lækjartorg og Austurstræti verða endurskipulögð. Miðbærinn hefur verið deyjandi svæði dagverslun er þar í lágmarki helst er að finna þar veitingahúsa af öllum gerðum. Nú hefur losnað nokkuð um lóðir og því tilvalið að skipuleggja svæðið með tilliti til aukins miðbæjarlífs. Það er ekki svo að skilja að hús þessi hafi verið fyrir miðbæjarlífinum heldur skapast tækifæri með hvarfi þeirra til að betrum bæta gamlan miðbæ sem myndaðist af allt öðrum kröfum heldur en við gerum til miðbæja í dag. Ég von því svo sannarlega að þeir sem völdin hafa horfi nú fram á veginn en ekki um öxl þegar kemur að framtíð miðbæjarins.
Slökkvistarfi lokið að mestu og hreinsunarstörf hafin í miðborginni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.